28. mars kl. 17:00-19:00
Viðburðir
Verið er að vinna að endurskoðun aðgerðaáætlunar Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða vorið 2023. Farið verður í fundaröð um öll svæði aðgerðaáætlana Vestfjarða sem hefst með opnum fundi á sunnanverðum Vestfjörðum. Fundurinn fer fram í Vindheimum á Tálknafirði þriðjudaginn 28. mars frá 17-19 og verða léttar veitingar í boði.
Ferðaþjónar, kjörnir fulltrúar og önnur sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum eru hvött til að mæta.
Nýjasta útgáfa aðgerðaáætlunar Áfangastaðaáætlunar.
Áfangastaðaáætlun Vestfjarða frá 2018.
Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Steinunni, verkefnastjóra Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða á netfangið steinunn@vestfirdir.is.