Hjörleifur leiðir RECET hjá Vestfjarðastofu
Fyrr í mánuðinum kom Hjörleifur Finnsson til starfa hjá Vestfjarðastofu sem verkefnisstjóri umhverfis- og loftslagsmála. Eitt af verkefnum hans er umsjón með RECET eða Rural Europe for the Clean Energy Transition sem fer formlega af stað þann 1. október n.k. Verkefnið er stórt í sniðum og hlaut það fyrr á árinu styrk úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins upp á 1.5 milljón evra eða um 225 milljónir íslenskra króna. Verkefnið er leitt af Íslendingum en það er samstarfsverkefni fjölmargra sveitarfélaga í fimm löndum og stendur það yfir í þrjú ár.
29. ágúst 2023