Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi
Í lok janúar kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Uppbygging fiskeldis skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt á Vestfjörðum og vert er að minna á að ríkissjóður nýtur góðs af þeim verðmætum sem starfssemin skapar. Í málflutningi Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga undanfarin ár hefur verið lögð á það áhersla að hér er um að ræða stærsta tækifæri til jákvæðrar byggðaþróunar á svæðinu í áratugi og að atvinnugreinin hefur síðustu 10 ár byggst upp og skotið styrkari stoðum undir atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum.
01. mars 2023