Síðasti möguleiki að sækja um Eyrarrósina 5. jan. 2106
Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn, snemma árs 2016, en er viðurkenningin veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016.
04. janúar 2016