Hringtenging ljósleiðara er öryggismál
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga gagnrýnir harðlega þá stöðu sem er í fjarskiptamálum Vestfirðinga og sýndi sig vel í dag hversu viðkvæmt það er, þegar víðtæk bilun kom upp í búnaði Mílu og farsímakerfi Símans. Vegna þessarar bilunar er stór hluti Vestfjarða sambandslaus við umheiminn í margar klukkustundir og ljóst að alvarlegt ástand hefur skapast þar sem ekki er hægt að hringja í lögreglu eða aðra viðbragðsaðila.
26. ágúst 2014