Minjaráð Vestfjarða stofnað
Nú hefur verið stofnað Minjaráð Vestfjarða sem er ráð sem starfar með Minjastofnun Íslands sem hefur umsjón með minjavörslu í landinu. Minjastofnun fer m.a. með eftirlit með fornminjum, friðuðum húsum og mannvirkjum, og vinnur að stefnumörkun í málaflokknum og skráningu og varðveislu upplýsinga. Tilgangurinn með minjaráðunum er að mynda öflugt bakland fyrir þjóðminjavörsluna og efla tengsl við fólk um land allt, sem lætur sig þessi mál varða. Í flestum landshlutum hefur verið starfandi minjavörður sem stýrir starfi minjaráðanna, en slíkur hefur ekki verið starfandi á Vestfjörðum frá 2011. Nú stendur hins vegar til að bæta úr því og á næstunni verður starf minjavarðar Vestfjarða auglýst laust til umsóknar.
06. janúar 2015