Breytingar á lögum um fiskeldi, fundur með atvinnuveganefnd Alþingis 8. apríl 2014
Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um fiskeldi (71/2008) í lok mars sl. Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögnum um frumvarpið og skilaði FV umsögn og kynnti efni hennar á fundi með nefndinni þann 8. apríl, á fundinum voru einnig fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga að kynna umsögn sambandsins.
FV telur mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga en gerir tillögu um breytingu á frumvarpinu sem tryggi aðild sveitarfélaga að leyfisveitingum á grunni strandsvæðaskipulags. Einnig leggur FV til að stjórnsýsla fiskeldismála verði byggð upp á Vestfjörðum enda stefni í að Vestfirðir verði stærsta fiskeldssvæði landsins. Umsögn FV má finna á vef FV.
09. apríl 2014