Kynning á styrkjum og námskeið um umsóknagerð
Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum á þessu ári og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um þá til 10. apríl. Aðeins verður auglýst einu sinni eftir verkefnastyrkjum á árinu 2012. Af þessu tilefni mun Menningarráð Vestfjarða standa fyrir kynningu á styrkjum ráðsins og stuttu námskeið um umsóknagerð víða um Vestfirði á næstu dögum.
09. mars 2012