Menningarfulltrúi fjallar um sókn í menningarmálum á Fjórðungsþingi
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga verður sett á Ísafirði kl.10.30 föstudaginn 4.september næstkomandi. Helstu umfjöllunarefni þingsins verða framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði, en í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga verður þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag, með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag.
Þingið fer fram í Edinborgarhúsinu, auk þess sem nefndarstörf munu að einhverju leyti fara fram í Háskólasetri Vestfjarða. Kristján L Möller, samgönguráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu ávarpa þingið eftir hádegið á föstudag. Meðal fyrirlesara á þinginu eru Claire M.
02. september 2009