Fjársjóður fjalla og fjarða finnst í Reykhólahreppi
Um síðustu helgi fór fram tveggja daga íbúaþing í Reykhólahreppi og þar með hófst formleg þátttaka íbúa Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir. Vel var mætt til þingsins og tóku um 35 íbúar þátt, en auk þeirra voru þar fulltrúar Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar. Þinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI. Að verkefninu standa: Byggðastofnun, Reykhólahreppur, Vestfjarðastofa og íbúar í Reykhólahreppi. Verkefnisstjórn er skipuð fulltrúum þessara aðila og hefur, líkt og áður hefur komið fram hjá okkur, Embla Dögg Bachmann tekið til starfa sem verkefnisstjóri.
25. mars 2025