Forvitnir frumkvöðlar fóru vel af stað
Á þriðjudag fór fram fyrsti fyrirlestur á vegum Forvitinna frumkvöðla, en það er heiti fyrirlestraraðar á vegum landshlutasamtakanna á Íslandi: Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Það var Arnar Sigurðsson sem reið á vaðið og fjallaði fyrirlestur hans um frumkvöðlaferlið, sem er vel við hæfi til að setja tóninn fyrir framhaldið hjá þeim fjölmörgu gerðum frumkvöðla sem fyrirfinnast hér á landi. Gaman var að sjá góða mætingu á viðburðinn og finna þakklætið fyrir framtakið.
09. janúar 2025