Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 komin út
Ný Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið samþykkt af stjórn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga og er hún komin á vefinn. Sóknaráætlunin er byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem byggir á mati íbúa svæðisins á því hvernig svæðið eigi að þróast næstu fimm ár og felur í sér stöðumat, framtíðarsýn og markmið.
18. desember 2024