Stjórn Vestfjarðastofu lýsir áhyggjum af stöðu samgangna
Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af stöðu samgangna á sunnanverðum Vestfjörðum vegna ítrekaða bilana ferjunnar Baldurs. Stjórn Vestfjarðastofu hvetur Alþingi, ráðherra samgöngumála og Vegagerðina til að grípa hratt til bráðaaðgerða til að minnka þann skaða sem atvinnulíf og samfélag svæðisins verður fyrir þegar samgöngur bregðast.
15. mars 2021