Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021
Starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2021 var samþykkt á fundi stjórnar Vestfjarðastofu þann 16. desember síðastliðinn. Megin línur starfsáætlunar voru mótaðar af stjórn og starfsmönnum Vestfjarðastofu og taka áherslur mið af Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 sem unnin var á árinu 2019 og vinna áfram að verkefnum sem leggja grunn að frekari fjárfestingum á svæðinu, verkefni þar sem litið er til framtíðar með áherslu á nýsköpun og þróun á áherslusviðum Sóknaráætlunar Vestfjarða.
04. febrúar 2021