Vestfjarðastofa þriggja ára
Þann 1. desember 2017 var Vestfjarðastofa formlega stofnuð. Með stofnun Vestfjarðastofu var starfssemi skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða sameinuð. Vestfjarðastofa er sjálfseignastofnun sem hefur það hlutverk að styðja einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög á Vestfjörðum við að ná árangri á sviði nýsköpunar og atvinnuþróunar. Vestfjarðastofa er í forsvari gagnvart stjórnvöldum, sinnir markaðssetningu og svæðasamstarfi á Vestfjörðum. Jafnframt er Vestfjarðastofu ætlað að samþætta krafta landshlutans, fylgja eftir hagsmunum umhverfis, samfélags og efnahagslífs byggðanna og stuðla þannig að öflugum og sjáfbærum Vestfjörðum.
01. desember 2020