Sóknaráætlun Vestfjarða
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur leitt Sóknaráætlun Vestfjarða síðustu ár, en í byrjun ársins 2015 voru undirritaðir samningar milli ríkis og landshlutasamtaka sveitarfélaga sem náðu til fimm ára, nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt á Alþingi lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015. Síðan þá hefur þessi sértæka byggðaáætlun fyrir landshlutann verið við líði og sérmerkt fjármagn komið frá ríki til að valdefla landshlutana. Sóknaráætlun Vestfjarða er unnin í viðtæku samráði við íbúa en markmið Sóknaráætlunar landshluta er að valdefla landshlutana þannig að ákvörðunarréttur og ábyrgð á ráðstöfun þessa fjármagns sé á þeirra hendi.
18. september 2020