Græn skref sveitarfélaganna
Áætlað er að í haust 2019 verði aftur í boði fyrir stofnanir á vegum sveitarfélaganna að fara í úttekt fyrir Grænu skrefin. Í dag eru 26 stofnanir skráðar og eru flestar á byrjunarskrefi sem þýðir að þau hafi ekki farið í úttekt. Úttektaraðili fór í úttekt í maí 2019 og kláruðu þá þrjár stofnanir fyrsta skrefið og eru þær því að vinna að því að ná öðru skrefi. Þessar stofnanir eru Patreksskóli, Héraðsbókasafn V- Barðastrandasýslu og Leikskólinn í Tjarnabæ en allar þessar stofnanir eru staðsettar á Patreksfirði.
02. september 2019