Ávarp formanns á Haustþingi
Sigurður Hreinsson, varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga flutti skýrslu stjórnar og ávarp formanns í fjarveru formanns, Péturs Markan, sem var erlendis.
Síðasta ár hefur einkennst af stórum baráttumálum og í raun fordæmalausum ágjöfum í þeim stóru hagsmunamálum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga þarf að standa vörð um. Baráttan um góðar samgöngur, eðlilegan orkubúskap og uppbyggingu fiskeldis hefur verið á stundum afar erfið. Svo virðist sem almenningsálitið sé á þann veg að ekki sé talið eðlilegt að samfélög sem byggja alla sína afkomu á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda geti nýtt þær.
08. október 2018