Breytt atkvæðavægi sveitarfélaga á Fjórðungsþingi
63. Fjórðungsþingi Vestfirðinga lauk í gær en þingið var að þessu sinni haldið á Tálknafirði. Fyrir utan almenn aðalfundarstörf voru teknar fyrir tillögur milliþinganefnda um breytt atkvæðavægi sveitarfélaga á Fjórðungsþingum.
Lagðar voru fram tvær tillögur, tillaga A miðaði við að sveitarfélög með 400 íbúa eða færri fengju einn fulltrúa, sveitarfélög með 401 til 2000 íbúa fengju 3 fulltrúa og sveitarfélög með 2001 íbúa og fleiri fengju 5 fulltrúa.
Tillaga B gerði ráð fyrir að hvert sveitarfélag hefur 300 atkvæði sem grunnatkvæði. Fyrir hvern einn íbúa sveitarfélagsins bætist við eitt atkvæði og er miðað við íbúafjölda á áramótum.
03. maí 2018