Ögmundur Jónasson kynnti sér vegamál á Vestfjörðum
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti sér í vikunni vegamál á Vestfjörðum og átti fundi með fulltrúum sveitarstjórna í fjórðungnum. Einnig heimsótti hann lögreglustöðvar á svæðinu og fundaði með sýslumanninum á Ísafirði. Ráðherra segir mörgum stórverkefnum lokið en einnig mörgum ólokið. Umfangsmesta verkefnið er Vestfjarðavegur milli Þorskafjarðar og Skálaness, sem er milli Kollafjarðar og Gufufjarðar en ekki hefur náðst niðurstaða í hvar leggja skuli veginn.
11. júlí 2011