Áskorun til ríkisstjórnar og þingflokka frá stjórn Vestfjarðastofu
Efnahagsástand það sem hefur verið að skapast í tengslum við Covid 19 og efnahagshorfur á næstu árum, þrýstir mjög á að auka útflutningstekjur og þá ekki síst í nýjum atvinnugreinum. Á Vestfjörðum er að finna hagfelldar náttúrulegar aðstæður og auðlindir sem nýta má með sjálfbærum hætti. Nýting þeirra er þegar hafinn með uppbyggingu í sjókvíaeldi og kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, eins er í undirbúningi kalkþörungaverksmiðja í Súðavík. Miklar tafir hafa hinsvegar orðið á uppbyggingunni sökum hægagangs í málsmeðferð og hreint út sagt ákvarðanafælni innan stjórnkerfisins og er svo enn.
18. mars 2020