Átaksverkefni vegna Covid 19
Stjórn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2020 að verja allt að 45 milljónum á næstu mánuðum í átaksverkefni vegna áhrifa Covid-19 til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Vestfjörðum. Um er að ræða viðbótar fjárveitingu sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta af hálfu ríkisins og samþykkt var með fjáraukalögum 30. mars, sem og fé Fjórðungssambands Vestfirðinga.
24. apríl 2020