Átaksverkefni vegna Covid-19 á Vestfjörðum
Stjórn Vestfjarðastofu afgreiddi á fundi sínum þann 12. maí 2020 tillögu að átaksverkefnum vegna Covid 19. Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid 19 samþykkti Alþingi 200 milljóna króna aukafjárveitingu til Sóknaráætlana landshlutanna þann 30. mars 2020. Af þeim fjármunum koma 25,2 milljónir í hlut Vestfjarða. Skilyrt var að fjármunum skuli varið í verkefni sem eru atvinnuskapandi og/eða stuðli að nýsköpun. Hver landshluti skal leggja áherslu á þær atvinnugreinar sem orðið hafa fyrir hvað mestum neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins á hverju svæði“.
13. maí 2020