Íbúaþing verkefnisins Sterkar Strandir var haldið á Hólmavík 12. og 13. júní sl.
Íbúaþingið verkefnisins Sterkar strandir var haldið á Hólmavík 12. og 13. júní sl. Þar mættu liðlega 60 manns og réðu þátttakendur því hvað um var rætt og forgangsröðuðu málefnum eftir mikilvægi. Þetta voru skilaboð íbúaþingsins; Tækifæri Strandabyggðar til framtíðar, felast í sterkri náttúru, magnaðri þjóðtrú og „kyrrðarkrafti“, sem gestir og íbúar geta notið. Sækja þarf fram með sameiginlegri markaðssetningu, ímyndarsköpun og vöruþróun.
24. júní 2020