Fundir vegna ferjunnar Baldurs
Fulltrúar frá Vestfjarðastofu, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og sveitarfélögum við Breiðafjörð hafa undanfarnadaga átt fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Vegamálastjóra og þingmönnum Norðvesturkjördæmis um stöðuna sem upp er komin vegna bilunar sem varð í Breiðafjarðaferjunni Baldri í síðustu viku.
18. mars 2021