Greining KPMG á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum og miklu skiptir fyrir samfélag og atvinnulíf svæðisins að fiskeldi verði sjálfbær og kröftug atvinnugrein. KPMG hefur á síðustu mánuðum unnið skýrsluna “Greining á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum” fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) og Vestfjarðastofu. Helstu niðurstöður greiningar KPMG eru að íbúum hefur fjölgað síðan 2016 þar sem fiskeldi er komið vel af stað en þó er fjölgun íbúa ekki jafn mikil og væntingar voru um í fyrri skýrslu sem gefin var út árið 2017.
05. mars 2021