Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar
Vestfjarðastofa/ Fjórðungssamband Vestfirðinga sótti um og fékk styrk úr Byggðaáætlun 2018 til verkefnis sem hafði yfirskriftina nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig staðan væri á slíkum miðstöðvum á Vestfjörðum og hvort og þá hvernig grundvöllur væri fyrir slíkum miðstöðum víðvegar á svæðinu. Fyrsti fasi verkefnisins er greining með kortlagningu á aðstæðum í öllum byggðakjörnum Vestfjarða, sem byggjast á viðtölum við heimamenn, sveitastjórnir og þjónustuaðila. Þetta er nauðsynlegt til að fá heildaryfirsýn yfir starfsemi í öllum byggðakjörnum og mat á þörf. Sú úttekt sem hér er birt er niðurstaða þeirrar kortlagningar. Mikilvægt er að hver eining verði byggð upp á forsendum þess byggðakjarna sem hýsir starfsemina.
09. júní 2020