Fjórðungsþing að vori fór fram á Ísafirði
Fjórðungsþing að vori var haldið í dag í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þar komu saman kjörnir fulltrúar á Vestfjörðum. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og þeirra rekstrareininga sem það ber ábyrgð á, auk þess sem þar fór fram afgreiðsla ársreiknings 2023 og samþykkt endurskoðuð fjárhagsáætlun.
10. apríl 2024