Íbúakönnun landshlutanna farin af stað
Af stað er farin Íbúakönnun landshlutanna. Könnunin er á vegum Byggðastofnunar, landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaga og er hún ætluð öllum íbúum á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri. Tilgangur hennar er að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæðna á vinnumarkaði og afstöðu til nokkurra mikilvægra atriða, s.s hamingju og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku. Hún er send út í tölvupósti til markhóps og þeirra sem hafa tekið þátt í henni áður, en einnig er hægt að taka þátt á netinu án þess að hafa fengið sérstakt boð um þátttöku.
27. október 2023