Vestfirskur sköpunarkraftur yrkisefni nýrrar bókar
Út er komin bókin Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda. Bókin hefur að geyma greinar um vestfirskar bókmenntir og menningu frá miðöldum fram á okkar daga. Greinarhöfundar eru fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Kanada og Danmörku. Ritstjórar eru Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri.
13. október 2023