Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar
Nú fer fram þjónustukönnun Byggðastofnunar meðal íbúa á landsbyggðinni á því hvert og hversu oft þeir sækja margvíslega þjónustu. Út frá sjónarmiði byggðamála og landshlutanna er þátttaka í þessari könnun mjög mikilvæg svo skilgreina megi þjónustusvæði og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara könnuninni sem er á íslensku, ensku og pólsku.
05. júní 2024