Góða ferð verðlaunað á Hacking Vestfjarðaleiðin
Verkefnið Góða ferð bar sigur úr býtum í lausnamótinu Hacking Vestfjarðaleiðin sem fram fór í síðustu viku. Á mótinu, sem skipulagt var af Hacking Hekla í samstarfi við Vestfjarðastofu, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Bláma, gafst áhugasömum um nýsköpun á svæðunum kostur á taka þátt og þróa nýjar og spennandi lausnir. Það var til mikils að vinna en Vestfjarðastofa og SSV lögðu til 300.000 verðalaunafé fyrir sigurlausnina.
31. ágúst 2023