Fundað með efnahags- og viðskiptanefnd um hækkun fiskeldisgjalds
Stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og sviðsstjóri byggðamála áttu í dag fund með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna fyrirhugaðrar hækkunar fiskeldisgjalds úr 3,5% í 5% sem fram kemur svokölluðum bandormi sem fylgir fjárlagafrumvarpi ársins 2023.
Fundurinn stóð í 8 mínútur þar sem farið var yfir sjónarmið varðandi hækkun gjaldsins og möguleg áhrif á uppbyggingu atvinnugreinarinnar, fyrirtækin og byggðirnar. Einnig hefur þessum sömu sjónarmiðum verið komið á framfæri við fjárlaganefnd og matvælaráðuneyti.
03. nóvember 2022