Aukaúthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða
Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Þetta er aukaúthlutun og voru 13 milljónir króna til úthlutunar. Úthlutunarnefnd, sem er skipuð níu manns víðsvegar að úr fjórðungnum, átti ekki auðvelt verk fyrir höndum, því 52 umsóknir bárust og voru margar mjög spennandi hugmyndir að baki þeim. Ákveðið var að veita 11 verkefnum styrk og má sjá lista fyrir þau hér fyrir neðan. Næsta úthlutun verður svo væntanlega auglýst í nóvember, en það er aðalúthlutun fyrir árið 2018.
23. maí 2017