Vestfjarðastofa leitar að nýjum starfsmanni
Vestfjarðastofa auglýsir eftir verkefnastjóra með starfsstöð á Patreksfirði. Verkefnastjóri mun sinna verkefnum sem varða atvinnulíf og byggðaþróun á Vestfjörðum svo sem samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.Vestfjarðastofa er að leita að verkefnastjóra sem hefur samskiptahæfni, frumkvæði og aðlögunarhæfni í breytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti unnið bæði sjálfstætt og sem hluti af teymum.
23. febrúar 2018