Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2016
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2016 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals voru rúmar 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum. Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.
31. mars 2016