Örlagadagur fyrir Vestfirði og Ísland
Á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga var þessi ályktun samþykkt einróma af kjörnum fulltrúum allra sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Örlagadagur fyrir Vestfirði og Ísland!
Það er áfall fyrir Vestfirði og þjóðarbúið í heild að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax (Fjarðarlax) og Arctic Fish (Arctic Sea Farm) um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækja í fullum rekstri.
05. október 2018