Umsögn drög að Kerfisáætlun 2018-2027
Vestfirsk samfélög og atvinnulíf hafa um árabil búið við lélegra flutningskerfi raforku miðað við aðra landshluta. Í þessari umsögn er fjallað um þrjá meginþætti í flutningsmálum raforku á Vestfjörðum; úrbætur á svæðisbundnum flutningskerfum, úrbætur á flutningi raforku frá landskerfi og eða auka raforkuframleiðslu innan Vestfjarða. Lýst er vonbrigðum með að ekki er fjallað um uppbyggingu tengipunkts í innanverðu Ísafjarðardjúpi og bent á nýjar áherslur sem samþykktar hafa verið á Alþingi.
18. júlí 2018