Fundargerð og ályktun stjórnar FV.
Stjórn Fjórðungssamband Vestifirðinga kom saman til fundar á Reykhólum þann 6. september. Fundargerð liggur nú fyrir á vef FV. Á fundinum var m.a. fjallað um alvarlega stöðu sauðfjárbúskapar, í ályktun stjórnar um málið segir ;
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir áhyggjum af framtíð sauðfjárbúskapar á Vestfjörðum vegna fyrirsjáanlegar mikillar tekjuskerðingar í greininni. Sauðfjárrækt er víða lykilþáttur í atvinnu og samfélagsgerð sveitarfélaga á Vestfjörðum, sveitarfélaga sem hafa haft í vök að verjast með tilliti til byggða- og atvinnuþróunar.
08. september 2017