Þingmenn og sveitarstjórnarmenn hittust á Reykhólum
Fundur var haldinn í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í gær þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis hittu sveitarstjórnarmenn af Vestfjörðum í kjördæmaviku. Þar var rætt um ýmis mál og viðfangsefni sem helst brenna á íbúum Vestfjarða og snýr að ríkisvaldinu að leysa. Þung áhersla var lögð á úrbætur í fjarskiptamálum í dreifbýli og hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði, auk tengingar þeirra þéttbýlisstaða við ljósleiðarakerfið sem ekki njóta þeirra sjálfsögðu lífsgæða í dag.
02. október 2014