Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir
Í dag voru undirritaðir samningar um sóknaráætlanir í átta landshlutum við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.Með samningunum er brotið í blað í sögu samskipta landshlutanna við Stjórnarráðið að því er varðar úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna um land allt.
Með samningunum er staðfest nýtt verklag sem einfaldar samskipti milli ríkisvaldsins og samtaka sveitarfélaga, gerir þau skilvirkari og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna.
22. mars 2013