Áskoranir sveitarfélaga í loftslagsmálum
Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice kom fram á málþinginu Af hverju orkuskipti: Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga sem haldið var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. febrúar. Í erindi sínu fjallaði hann um áskoranir sveitarfélaga og talaði meðal annars um ábyrgð þeirra við að skapa framtíð og vera fyrirmyndir. Benti hann á helstu áskoranir vegna loftslagsbreytinga: hækkandi sjávarborði, öfgum í veðurfari, aukinni flóðahættu, breytingum á lífríki, þjóðflutningum og lýðheilsu.
15. febrúar 2024