Evrópusamvinna í 30 ár
9. maí er Evrópudagurinn og af því tilefni er Evrópusamstarfi fagnað víða. Í dag er boðið á sérstaka uppskeruhátíð í Kolaportinu í Reykjavík þar sem Evrópusamvinnu er fagnað. Hátíðin ber yfirskriftina Evrópusamvinna í 30 ár og þar verður fagnað árangri undanfarinna ára. Vestfjarðastofa er um þessar mundir þátttakandi í tveimur Evrópuverkefnum. Annarsvegar er það orkuskiptaverkefnið RECET og hins vegar MERSE sem snýr að samfélagslegri nýsköpun.
08. maí 2024