Skoðuðu samfélagslega nýsköpun á Vestfjörðum
Þátttakendur í MERSE, sem Vestfjarðastofa er aðili að, komu í heimsókn á Vestfirði dagana 9.-10. apríl. Mid Sweden University (Mittuniversitetet) leiðir verkefnið, en auk Svía taka þátt aðilar frá Noregi, Finnlandi, Írlandi og auðvitað Íslandi. Þetta er í annað skiptið sem hópurinn hittist á staðfundi og var áherslan núna á að undirbúa fasa tvö hjá verkefninu sem snýr að því að þróa stuðningskerfi fyrir samfélagslega nýsköpun.
11. apríl 2024