Hugmyndasöfnunin Ísafjörður – okkar miðbær
Hugmyndasöfnunin Ísafjörður – okkar miðbær er liður í verkefninu Nýsköpunarbærinn Ísafjörður sem miðar að því að efla miðbæ Ísafjarðar með áherslu á Ísafjörð sem nýsköpunarbæ.
Óskað er eftir fjölbreyttum hugmyndum um hvernig má efla svæðið umhverfis miðbæ Ísafjarðar, frá Torfnesi út að hafnarsvæði.
Hugmyndasöfnun er opin öllum og stendur yfir frá 5.-31. júlí 2021 á síðu Betra Íslands .
Allir sem hafa áhuga á að hafa áhrif á þróun miðbæjar Ísafjarðar eru hvattir til að taka þátt.
05. júlí 2021