Orkuþing Vestfjarða 2023 - það er ekki annaðhvort eða heldur bæði!
Orkuþing Vestfjarða 2023 var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 12. apríl s.l.. Þingið var afar vel sótt að hálfu íbúa á Vestfjörðum auk fulltrúa atvinnulífs, félaga, stofnana, sveitarfélaga og ráðuneyta, alls um 90 manns. Orkumál Vestfirðinga hafa verið lengi í umræðunni, en þróun síðustu ára þrýstir á að nú þarf að taka ákvarðanir um stærri áfanga en teknir hafa verið til þessa. Viðfangsefni Orkuþingsins var að gefa þeim aðilum sem koma að verkefnum er varða orkumál á Vestfjörðum, tækifæri að kynna stöðu sinna verkefna, upplýsa um hindranir, hvað hefur áunnist og hver eru næstu skref
17. apríl 2023