Vestfirskar ævintýraferðir fá afhenta rafmagnsrútu
Vestfirskar ævintýraferðir á Ísafirði fengu í dag nýja og glæsilega rafmagnsrútu af gerðinni Mercedes-Bens frá Öskju. Gestum var boðið að skoða glæsikerruna í tilefni komu hennar á Ísafjörð. Rútan sem er 19 sæta mun sinna almenningssamgöngum á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og er þetta fyrsta rafmagnsbifreiðin í almenningssamgöngum utan höfuðborgarsvæðisins að sögn Þorsteins Mássonar, framkvæmdastjóra Bláma.
06. desember 2023