Vilja aukið fjármagn til rannsókna í fiskeldi
Á 68. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti var samþykkt ályktun um lagareldi þar sem skorað er á stjórnvöld að auka fjármagn til rannsókna á áhrifum fiskeldis á lífríkið og til miðlunar fræðslu um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis á Íslandi. Í umræðum á þinginu mátti heyra að sú fjölmiðlaumfjöllum sem verið hefur upp á síðkastið drægi ekki upp raunsanna mynd af fiskeldi, jafnframt því sem hún undanskildi gríðarmikilvægan þátt – raddir íbúa Vestfjarða sem eiga mikið undir því að þessi atvinnugrein haldi áfram að blómstra.
11. október 2023