Opið fyrir styrkumsóknir í Hafsjó af hugmyndum
Hafsjór af hugmyndum auglýsir styrki til háskólanema á vegum sjávarútvegsklasa Vestfjarða. Styrkirnir eru ætlaðir til vinnslu lokaverkefna háskólanema í grunn- eða framhaldsnámi við íslenska háskóla. Lokaverkefnin ættu að hafa það að markmiði að skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindum eða efla atvinnulíf á Vestfjörðum.
27. október 2023