Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða 2019
Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða rann út mánudaginn 25. nóvember sl. Átti umsóknarfresturinn að vera til kl. 16:00 þann 21. nóvember 2019 en var honum framlengt vegna truflana í umsóknargátt Sóknáráætlunar.is. Alls bárust 128 umsóknir að þessu sinni, 49 atvinnuþróunar- og nýsköpunarumsóknir, 63 umsóknir til menningarverkefna og 16 umsóknir um stofn-og rekstrarstyrki.
26. nóvember 2019