Stjórn og fastanefndir Fjórðungsambandsins
Í framtíðinni verður kosið í stjórn og tvær fastanefndir Fjórðungssambandsins á tveggja ára fresti á Fjórðungsþingum Vestfirðinga, að hausti eftir sveitarstjórnarkosningar og um vorið á miðju kjörtímabili. Á síðasta Fjórðungsþingi sem haldið var á Patreksfirði í október var í fyrsta skipti kosið í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Stjórn og fastanefndir Fjórðungssambandsins eru annars þannig skipaðar að í stjórn eru Friðbjörg Matthíasdóttir Vesturbyggð formaður, Daníel Jakobsson Ísafjarðarbæ, Ingibjörg Emilsdóttir Strandabyggð, Sigurður Hreinsson Ísafjarðarbæ og Pétur Markan Súðavíkurhreppi (sem situr í stjórn í leyfi Baldurs Smára Einarssonar Bolungarvíkurkaupstað frá sept. 2015).
05. janúar 2016