Akstur á milli Patreksfjarðar -Brjánslækjar og Ísafjarðar byrjar mánudaginn 25. ágúst.
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf hafa samið um akstur á sérleyfinu Patreksfjörður- Brjánslækur- Ísafjörður. Fyrsta áætlunarferð verður ekin mánudaginn 25. ágúst n.k. Leiðin verður tvískipt, annars vegar milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar, hins vegar milli Ísafjarðar og Brjánslækjar. Áætlað er að ferðir milli Ísafjarðar og Brjánslækjar verði í boði þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga til 15 september en eftir það verður fjöldi ferða endurskoðaður. Áætlað er að ferðir milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar verði daglega allt árið. Tímasetningar taka mið af áætlun Baldurs yfir Breiðafjörð.
22. ágúst 2014